SIÐAREGLUR FÉLAGSINS

Siðareglur félagsins

Siðareglur félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga
 
1.grein
Fótaaðgerðafræðingur er bundinn þagnarskyldu varðandi allar þær upplýsingar, sem sjúklingur og aðstandendur hans trúa honum fyrir.
 
2.grein
Fótaaðgerðafræðingur skal virða þá ábyrgð og þau takmörk, sem starfinu fylgja.
 
3.grein
Fótaaðgerðafræðingi ber að sýna samstöðu með öðrum fótaaðgerðafræðingum, sem og öðrum heilbrigðisstéttum.
 
4.grein
Fótaaðgerðafræðingi ber að viðhalda og auka þekkingu sína og nýta hana í starfi.
 
5.grein
Fótaaðgerðafræðingur má ekki leyfa notkun nafns síns í auglýsingaskyni um vöru. Fótaaðgerðafræðingur má eingöngu tilkynna starfsemi sína eftir reglum, sem kveðið er á í reglum um heilbrigðisstéttir.
 
6.grein
Það er skylda hvers fótaagerðafræðings að gera stjórn FÍF viðvart ef hann fær vitneskju um að einhver úr stéttinni hefur gerst sekur um ósæmandi athæfi í starfi sínu og skal hann bera vitni ef þess er óskað. Því aðeins að hver einstaklingur sé vandur að virðingu sinni, getur stéttin sem heild náð markmiði sínu.
 
7.grein
Fótaaðgerðafræðingur skal virða lög og siðareglur FÍF og fara eftir þeim í hvívetna.
 
 
Samþykkt á aðalfundi 2. nóv. 2013.