Keilir – Academy

is
Ísland
Æfingatími: 3 - 4 annir

Nám í fótaaðgerðafræði miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar um fagleg vinnubrögð og nákvæmni og áreiðanleika í starfi. Námið býr nemandann undir störf við meðferð fótameina skjólstæðinga innan og utan stofnana. Sérstök áhersla er lögð á  raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt fá nemendur þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi.

Meðal verkefna fótaaðgerðafræðinga við fótameinum má nefna:

  • Hreinsun á siggi og nöglum
  • Líkþornameðferð, vörtumeðferð og hlífðarmeðferð
  • Ráðleggingar varðandi fótaumhirðu með þau markmið að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag
  • Útbúa spangir, hlífar, leppa og innleggssóla

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem ljúka námi á brautinni geta sótt um starfsheitið fótaaðgerðafræðingur á grundvelli reglugerðar nr. 1107/2012 og sótt um starfsleyfi til Embætti landlæknis. Nánari upplýsingar um námsbrautina má nálgast á Námskrárvef Menntamálastofnunar

Grænásbraut 910,
235
Reykjanesbær
578 4000
hak@keilir.net
www.keilir.net