Um Okkur
Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga (FÍF) var stofnað árið 1996. Félagið
er fagfélag þeirra fótaaðgerðafræðinga sem hafa starfsleyfi hér á landi.
Í félaginu eru um 140 félagsmenn og eru þeir starfandi víðsvegar um
landið. Hlutverk félagsins er meðal annars að hvetja til samstarfs við
aðrar heilbrigðisstéttir, efla samheldni fótaaðgerðafræðinga, stuðla að
endurmenntun, hvetja félagsmenn til að auka þekkingu og tileinka sér
nýjungar er snúa að faginu. Fótaaðgerðafræðingar eru löggilt
heilbrigðisstétt og gefur landlæknir út starfsleyfi.
Fótaaðgerðafræðingar veita meðferð á fótameinum fyrir neðan ökkla á
yfirborði húðar og tánöglum. Þeir veita sérhæfða meðferð á fótum
sykursjúkra. Spangarmeðferð við inngrónum tánöglum, klippa og þynna
neglur, skera sigg í burtu, taka líkþorn, veita rágjöf um fótaumhirðu og
val á skóm. Hlífðarmeðferð til þess að létta álagi og bæta göngulag. Við
bjóðum alla löggilta fótaaðgerðafræðinga velkomna í félagið til okkar.